top of page

Um mig

Ég heiti Brynjar Snær Grétarsson og er 20 ára gamall. Ég bý á Egilsstöðum og hef búið þar alla mína ævi.
Ég byrjaði að æfa íþróttir í kringum 5 ára aldur, ég hef æft fótbolta, körfubolta, handbolta, golf og jafnvel prófað fimleika og sund. Ég var mikið í íþróttum þegar ég var yngri og spilaði fótbolta og byrjaði að æfa körfubolta 13 ára gamall og hætti í fótbolta 15 ára gamall og fór að æfa körfubolta á fullu því ég hafði miklu meiri áhuga á því. Í dag er ég að spila með meistaraflokki Hattar í körfubolta.

Síðustu tvö ár hef ég einnig verið að þjálfa yngri flokka í körfubolta og var það mjög fróðlegt og skemmtilegt. Ég lærði helling á því að þjálfa yngri iðkendur og hef mikinn áhuga á því. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og körfubolta og það er þess vegna sem ég læt lokaverkefnið mitt vera um þetta. 
Það er alltaf hægt að æfa sig og vinna sig upp. 

bottom of page