top of page

Aldur iðkenda

Ég skipti krökkum í 4 aldurshópa fyrir æfingar. Eftirfarandi flokkar eru:
8 ára og yngri
9 til 11 ára
12 til 15 ára
16 ára og eldri 

Ástæðan er sú að það er útaf þroskastigi krakka.

Sjá mynd fyrir neðan.

 

Útskýring á mynd.

-8 ára og yngri, kynfærin ekki byrjuð að þroskast, öndunarfæri og vöðvar ekki farin að þroskast, en taugakerfið að þroskast.
Viljum ekki þjálfa loftfirrtþol. Viljum þjálfa grunn tækniæfingar

-9 til 11 ára, kynfæri ekki að þroskast, öndunarfæri og vöðvar ekki orðin fullþroska,
en taugakerfið komið í ca. 90%.
Viljum ekki þjálfa loftfirrtþol. Viljum halda áfram með tækniæfingar.

-12 til 15 ára, Kynfæri að byrja þroskast, öndunarfæri og vöðvar að fara þroskast og taugakerfið nánast orðið fullþroskað.
Viljum byrja þjálfa styrk og loftfirrtþol æfingar og halda áfram með tækniæfingar.
-16 ára og eldri. Kynfæri að verða fullþroskuð, öndunarfæri og vöðvar að fara vera fullþroskuð og taugakerfi orðið fullþroskað.

Aldur sem krakkar eiga að stunda þrek og þolæfingar.

8 ára og yngri

Á þessum aldri eru flestir iðkendur að prófa að æfa körfubolta í fyrst skipti, Öllu máli skiptir að sú reynsla sé jákvæð og hvetjandi upp á framtíðina. Hér verður gleðin að vera í fyrirrúmi.

Fjölþætt þjálfun í formi leikja sem innihalda mismunandi hreyfimynstur. Æfingar verða að vera alhliða og fjölbreyttar, gæta þess að ögrun og verkefni séu við hæfi einstaklingsins.

Grunntækni þjálfuð, því á þessum aldri er taugakerfið að þroskast og gott er að kenna krökkum grunntækni.

Lykilatriðið við hvatningu iðkenda er ánægja af þjálfuninni.
Skemmtun og jákvæð hvatning er mjög mikilvæg.

9 til 11 ára

12 til 15 ára

Á þessum aldri fer hreyfifærni iðkenda að taka sem mestum framförum. Aldur 9 til 11 ára er talinn mikilvægasta skeiðið í hreyfifærni barna.
Leggja þarf áherslu á almenna hreyfifærni (hraða, kraft, liðleika, lipurð, jafnvægi) sem og grunn körfuboltafærni. Iðkendur eiga jafnframt að vera hvattir til þess að stunda aðrar íþróttir með körfuboltanum, þar sem það byggir upp fleiri hreyfimynstur og eflir hreyfifærni iðkenda. Iðkendur á þessum aldri eru að læra hvað því fylgir að æfa íþróttir, hvað það er að vera íþróttamaður.

Á þessum aldri má leggja mikla áherslu á tæknilega þróun iðkanda. Grunnatriði eru þó enn mikilvæg þar sem enn eru iðkendur að bætast við. Kenna þeim einfaldann sóknarleik sem styður við þá grunntækni sem unnið hefur verið með og gefur iðkendum tækifæri til að nýta þá færni sem þeir hafa og lært að lesa leikinn. Gott er að tengja grunntæknina við leik líkar aðstæður.
Ennþá hafa hvatningu og skemmtun sem lykilatriði.

Þessum aldri er skipt í tvennt. 

12 til 13 ára er lögð áhersla á að fínpússa grunnatriðin og að styrkja enn frekar þann tæknigrunn sem kominn er. Taktík verður hægt og rólega stærri þáttur af þjálfuninni og kemur það með aldrinum.

14 til 15 ára er áherslan lögð frekar að því að styrkja þann tæknigrunn sem lagður hefur verið. Sumir leikmenn verða enn meira skapandi og það ber að ýta undir það, þó það þýði að fleiri mistök verði gerð. Unnið verður meira með taktík og einföldum sóknarleik. Varnarleikurinn á að vera í lykilhlutnum, kenna þeim að spila 1 á 1 vörn og hjálparvörn. Einstaklingsþjálfun er áfram mikilvæg svo leikmenn geti bætt sig.

Þeir líkamlegu þættir sem þarf að leggja áherslu á eru núna algjörlega háðir þroskaskeiði hvers iðkanda

16 ára og eldri

Á þessum aldri þarf að íþróttamaðurinn að vera í þjálfun 12 mánuði á ári. Oft er helsta hindrunin á þessu stigi að læra að að keppa af krafti óháð aðstæðum. Íþróttamenn hafa núna getu til að framkvæma bæði grunn- og þróaðri færni í mismunandi keppnisaðstæðum á æfingum. Leggja skal sérstaka áherslu á sem bestan undirbúning með íþróttamanna, bæði í þjálfun og keppni. Íþróttamenn verða meiri þátttakendur í undirbúningi fyrir eigin þjálfun á þessu stigi.
Hér fara menn að æfa eins og atvinnumenn. Þrekþjálfun, skipulag endurheimtar eftir æfingar og leiki, andlegur undirbúningur og þróun tæknilegrar hæfni íþróttamanna á nú að vera unnin enn meir á einstaklingsgrunni en áður var. Með einstaklingsnálgun er unnið betur með styrk og veikleika hvers og eins.

Núna munu þeir íþróttamenn sem er alvara með þjálfuninni verða einbeittari og ákveðnari í að verða eins góðir og hæfileikar þeirra leyfa. Mikilvægt er að íþróttamenn æfi íþrótt sína á miklum krafti og þjálfarar ögri þeim svo framfarir náist
Framfarir og bætingar eru lykilatriðin á þessu aldursstigi, þetta er aldurinn sem krakkar fara að stíga upp og verða að góðum íþróttamönnum.

Heimildir:

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Sótt 20.10.2017 http://stjarnan.is/images/pdf/Korfuknattleiksdeild_handbok_Sept2015.pdf

Glærur úr Íþróttafræði Þjálfari1a.

Leiðbeinandi barna og unglinga í íþróttum, sem gefin er út af ÍSÍ

bottom of page